Gler

essilor

Glerin okkar

Essilor í Frakklandi er leiðandi í framleiðslu hágæða sjónglerja. Öll glerin eru háskerpu- plastgler af bestu gerð, með glampa-, rispu- og móðuvörn.Augað er enn í dag sama fjölskyldufyrirtækið og opnaði í Kringlunni 13. ágúst 1987.


Varilux – Margskipt gler

Essilor var fyrst til allra að framleiða margskipt gler, árið 1959. Essilor hefur hvergi slakað á í þróunarstarfi, því erum við roggin og sæl þegar við kynnum Essilor Varilux margskiptu glerin því í þeim rennur saman yfir fimmtíu ára reynsla og áhugi þeirra á að gera góðan hlut betri.

Essilor bíður alla breiddina, gler sem henta öllum tegundum umgjarða og allri notkun, frá einföldum grunnglerjum upp í sérþynnt ofurskerpu sjóngler, nær óbrjótanleg, AIRWEAR glerin frá Essilor sem henta sérstaklega vel íþróttafólki og þeim sem eru í átakavinnu við erfiðustu aðstæður. Einnig frábær lausn og aukið öryggi fyrir allra líflegustu börnin.